Morgan hafði betur gegn Markle

Piers Morgan.
Piers Morgan. AFP

Póst- og fjarskiptastofnun í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjölmiðlamaðurinn, Piers Morgan, hafi ekki brotið gegn reglum stofnunarinnar með ummælum sínum í garð Meghan Markle, hertogaynju.

Morgan var sakaður um kynþáttafordóma í garð hertogaynjunar og var hann einnig sagður gera lítið úr einstaklingum í sjálfsvígs hugleiðingum. Ummælin átti hann að hafa látið falla í kjölfar Opruh-viðtalsins margumrómaða.

„Fyrirgefðu, ég trúi ekki einu orði sem hún segir. Ég myndi ekki einu sinni trúa henni ef hún læsi fyrir mig veðurfréttir,“ sagði Morgan í beinni útsendingu og dró orð hertogaynjunar þar með í efa. Markle tjáði sig opinskátt í viðtalinu um þá víðtæku fordóma sem hún hefur þurft að þola frá því hún giftist inn í konungsfjölskylduna.

Alls bárust stofnunni 57.000 kvartanir vegna ummælana, þar á meðal frá Markle sjálfri. Fjöldinn allur af virtu fjölmiðlafólki hefur tjáð sig í kjölfar úrskurðsins og tekur málfrelsinu fagnandi.  

Harry og Meghan í viðtali hjá Opruh Winfrey í vor.
Harry og Meghan í viðtali hjá Opruh Winfrey í vor. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler