ABBA gefur út tíu laga plötu og heldur tónleikaröð

Sænska hljómsveitin ABBA snýr nú aftur og gefur út nýja tíu laga plötu, ABBA Voyage, í nóvember. Platan er sú fyrsta sem hljómsveitin gefur út í fjörutíu ár. 

Nú þegar hefur hljóm­sveitin gefið út tvö lög af plötunni sem er að­gengi­leg á helstu streymis­veitum. Lögin bera titlana I Still Have Faith in You og Don't Shut Me Down.

Tónleikaröð í Lundúnum

Sveitin hefur einnig gefið út að hún mun halda tónleikaröð í London sem hefst í maí 2022 og mun hún bera sama heiti og nýja platan. 

Tónleikaröð fjórmenninganna mun koma til með að vera í formi sýndarverutónleika og munu þeir fara fram á nýjum leikvangi í Lundúnum, sem verður sérstaklega byggður og hannaður í kringum tónleikaröðina.

Hér fyrir neðan má sjá útsendingu frá ABBA.

Nú þegar hefur hljóm­sveitin gefið út tvö lög af plötunni …
Nú þegar hefur hljóm­sveitin gefið út tvö lög af plötunni sem eru að­gengi­leg á helstu streymis­veitum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson