Bónorð í vændum?

Britney Spears og kærastinn hennar Sam Asghari.
Britney Spears og kærastinn hennar Sam Asghari. Skjáskot/Instagram

Helstu slúðurmiðlar vestanhafs hafa birt myndir af kærasta Britney Spears, Sam Asghari, skoða demantshringi í skartgripaverslun Cartier í Los Angeles í gær. 

Uppi eru ýmsar getgátur um hvort Asghari sé að gera sig líklegan til þess að bera upp bónorð til Spears. Parið hefur hnotið um hvort annað í rúmlega fjögur ár og staðið þétt saman í gegnum þungbæra tíma.

„Þetta sæta rassgat hefur ekki bara fylgt mér í gegnum erfiðustu tíma lífs míns heldur er hann líka fáránlega góður kokkur,“ ritaði Spears við mynd af þeim hjónaleysunum sem hún deildi á Instagram reikningi sínum fyrir fáeinum vikum. Þeim orðum beindi hún augljóslega að kærastanum. Þá hafa þau bæði tjáð sig um áform sín um að langa til að ganga í hjónaband og eignast börn saman í nánustu framtíð.

Meðal annars talaði Spears um órétt sinn til barneigna og hjónabands við réttarhöldin sem fóru fram í júní síðastliðnum, á meðan hún væri undir stjórn föður síns. Það sagðist hún taka nærri sér. 

Flestir ættu að vera kunnugir málaferlum Spears sem varða sviptingu sjálfræðis hennar en Jamie Spears, faðir Britney, hefur nú loks samþykkt að láta af sem lögráðamaður hennar gegn greiðslum. Spears stormurinn fer því vonandi að heyra sögunni til með þeim afleiðingum að Britney endurheimti frelsi sitt.

Óvíst er hvort Asghari hafi fest kaup á trúlofunarhring en ekki þykir ólíklegt að hann vilji vera vel undirbúinn fyrir að bera upp stóru spurninguna ef og þegar frelsissigur Spears verður í höfn.

Sam að skoða demantshringa.
Sam að skoða demantshringa. Skjáskot/Page Six
Sam Asghari ansi hugsi.
Sam Asghari ansi hugsi. Skjáskot/Page Six
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér og munt nú uppskera. Það kveður við nýjan tón í ástarsambandinu, fagnaðu því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér og munt nú uppskera. Það kveður við nýjan tón í ástarsambandinu, fagnaðu því.