Katrín hljóp 10 kílómetra með syni sínum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt sonum sínum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt sonum sínum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lauk þátttöku sinni í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. Katrín hljóp 10 kílómetra ásamt syni sínum og voru þau hvött áfram af yngsta syni Katrínar að því er fram kemur í færslu Katrínar á Facebook í dag. 

Reykjavíkurmaraþoninu var frestað og síðar aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Keppendur sem höfðu skráð sig voru þó hvattir til að ljúka vegalengdunum sem þau skráðu sig í. 

Katrín hljóp til styrktar Píeta samtakanna. 

„Langhlaup er ekki ólíkt stjórnmálabaráttu. Það er gott að hlaupa með góðu fólki sem stendur með manni og hvetur mann àfram. Maður lætur ekki mótlæti à sig fá, hvorki rigningu, rok né ummæli andstæðinga sinna. Og maður heldur ótrauður áfram þangað til maður er kominn í mark – þá reynir á úthaldið. Takk fyrir stuðninginn þið öll, það er ekki dónalegt að eiga gott bakland – bæði í hlaupunum og stjórnmálunum,“ skrifar Katrín í færslu sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson