Skilnaðurinn kemur á óvart

Stjörnuhjónin Karl Cook og Kal­ey Cu­oco eru að skilja.
Stjörnuhjónin Karl Cook og Kal­ey Cu­oco eru að skilja. AFP

Big Bang Theory-stjarn­an Kal­ey Cu­oco og eiginmaður hennar Karl Cook hafa ákveðið að skilja. Cu­oco og Cook greindu frá skilnaðinum í sameiginlegri tilkynningu um helgina en skilnaðurinn er sagður koma á óvart. Hjónin giftu sig í júní 2018.  

Heimildarmaður People segir hjónin hafa litið út fyrir að vera hamingjusöm í byrjun sumars. Ekkert benti til þess að hjónbandið héngi á bláþræði. „Í upphafi sumars virtist Kaley mjög hamingjusöm með Karli. Þau voru mjög ástúðleg og virtust hafa það fínt,“ sagði heimildarmaðurinn. „Sambandsslitin virðast skyndileg og koma á óvart.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.