Glímdi við andleg veikindi

Michael K. Williams fannst látinn í íbúð sinni í New …
Michael K. Williams fannst látinn í íbúð sinni í New York borg í gær. AFP

Leikarinn Michael K. Williams glímdi við andleg veikindi og fíknisjúkdóm mánuðina fyrir andlát sitt. Williams fannst látinn í íbúð sinni í New York í gær, 54 ára að aldri. Williams var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Omar Little í þáttunum The Wire.

Í viðtali fyrr á þessu ári sagði Williams að hann hefði leitað sér hjálpar hjá sálfræðingi eftir að tökum lauk á Lovecraft Country. „Ég var að byrja hjá sálfræðingi, þú veist, og er virkilega að taka það alvarlega og fara að vinna í mér, eins og þú sagðir, gagnrýnandanum í höfðinu og hvernig það hefur haft áhrif á gjörðir mínar, viðbrögð mín ákveðnum aðstæðum og sambönd mín. Þetta er mjög nýtt ferli fyrir mér,“ sagði Williams. 

Talið er að Williams hafi látist eftir að hafa tekið of stóran skammt af heróíni en dánarstjóri í New York á eftir að staðfesta dánarorsök hans. 

Williams glímdi við fíknisjúkdóm frá því á unglingsaldri. Í viðtali við Men's Health í október á síðasta ári sagðist hann hafa sótt í fíkniefni þegar honum leið illa sem unglingur. Hann reyndi sjálfsvíg þegar hann var 17 ára. „Ég man bara eftir að hafa hugsað að heimurinn væri betri án mín. Og ég tók heila dollu af lyfjum og vaknaði þegar það var verið að dæla upp úr mér,“ sagði Williams. 

Hann fór með hlutverk andhetjunnar Omars Littles í The Wire og hefur talað um að hann hafi átt erfitt með að fara úr hlutverkinu. „Ég hafði engin verkfæri til að sleppa hlutverkinu. Ég var ekki úti á götu að ræna fólk eða eitthvað heimskulegt eins og það, en ég fann fyrir þessari myrku orku sem einkenndi Omar. Hann var myrk sál, þjáð sál, og ég bara var inni í hlutverkinu og það var það sem fólk heillaðist af. Línurnar urðu óskýrar,“ sagði Williams í viðtali. 

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.