Með 99% mætingu í þingið

Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Sigurður Bogi

Þingmaðurinn Willum Þór Þórsson hefur aldrei tekið sér veikindadag, aldrei fellt niður kennslu og er með 99% mætingu í þinginu. Willum var gestur Snorra Björnssonar í The Snorri Björnsson Podcast Show á dögunum. 

„Við tökum umræðuna um það hvað sé æskilegt opinbert eða einkarekið. En hvað raunverulega skiptir máli þegar upp er staðið? Það er þjónustan við einstaklinginn. Það er líf og heilsa einstaklingsins og ef við höldum alltaf fókus á það þá held ég að okkur farnist betur að byggja upp kerfin okkar. Þetta er mjög einfölduð mynd...en það skiptir afskaplega miklu máli, til að ná árangri, að hlusta, og reyna svo að hanna kerfin og átta sig á því hvað er í forgrunni og hvaða þjónustu við erum að veita og þurfum að veita. Þá myndi okkur farnast betur og ekki festast í klisjunum eða bardaganum um afmarkaða þætti heldur horfa fyrst á heildarmyndina,“ sagði Willum. 

„Það er margt til bóta í þegar kemur að svona stefnumótun. Fjárlög eru t.d. núna unnin í stefnumótuðu umhverfi og við erum að vinna með, í framhaldi af því, stefnumótun á fjölmörgum mikilvægum sviðum samfélagsins sem við viljum að allir geti notið sameiginlega, óháð efnahag, búsetu og fleira – eins og menntun, heilbrigði og svo framvegis. Við eigum alltaf að hugsa fyrst – hver þarf þjónustuna og á hvaða forsendum og hvernig og hugsa svo kerfin út frá því. Til að halda sig við það þarf bara að hlusta, hlusta, hlusta, hlusta og leita svo leiða til að hanna kerfin til að þau þjónusti okkur, samfélagið. Þetta hljómar einfalt, einhver einföldun á raunveruleika en oft er gott að stilla bara af fókusinn, sameiginlega markmiðið, um hvað þetta snýst allt á endanum,“ sagði Willum. 

Þáttinn er hægt að hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.