Sonardóttir Bidens trúlofuð

Peter Neal og Naomi Biden eru trúlofuð.
Peter Neal og Naomi Biden eru trúlofuð. Skjáskot/Instagram

Naomi Biden, barnabarn Joe Bidens Bandaríkjaforseta, er trúlofuð. Hin 27 ára gamla Biden greindi frá þessu á Instagram um helgina en sá heppni heitir Peter Neal. 

Neal er flokksmaður í Demókrataflokknum og hefur til dæmis verið í starfsnámi hjá bæði Hillary Clinton og Barack Obama. Biden og Neal hafa verið saman undanfarin þrjú ár. 

Naomi er elsta dóttir Hunters Bidens og fyrrverandi eiginkonu hans Kathleen Biden. Hún heitir eftir systur Hunters, Naomi, sem lést ársgömul í bílslysinu sem grandaði einnig lífi móður þeirra Neiliu Hunter fyrir jólin 1972. 

View this post on Instagram

A post shared by NKB (@naomibiden)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.