Svana framleiðir ABBA tónleikaröðina

Hljómsveitin ABBA gefur út nýja plötu í vetur.
Hljómsveitin ABBA gefur út nýja plötu í vetur. AFP

Sænska hljóm­sveit­in ABBA snýr nú aft­ur og gef­ur út nýja tíu laga plötu, Voya­ge, í nóv­em­ber. Ásamt plötunni fer fram tónleikaröð í Lundúnum á næsta ári. Hin íslenska Svana Gísladóttir framleiðir tónleikaröðina en hún er vön að vinna með ofurstjörnum. 

„Ég vann í mörg ár með Johan Renck,“ sagði Svana í viðtali við tónlistarvefinn NME í vikunni. „Hann er vinnufélagi minn og við eigum fyrirtæki saman. Við unnum með David Bowie áður en hann lést og eftir það sórum við þess eið að við myndum aldrei taka að okkur annað tónlistarverkefni.“

„Manstu eftir þessu sem þú sagðir með að vinna aldrei aftur í tónlist? Sko, hvað ef það væri ABBA,“ sagði Renck hins vegar þegar hann hringdi í Svönu nokkrum mánuðum seinna. Eins og raun ber vitni stóðst Svana ekki mátið. Það var aðeins ein hljómsveit sem hefði getað breytt ákvörðun hennar og það var ABBA. 

Hún er búin að vinna með ABBA í nokkur ár en sænsku poppstjörnurnar koma ekki sjálf fram á tónleikunum. Í stað þess verður notaður nýstárlegur tæknibúnaður sem á ekki að gera upplifunina verri. Auk þess að hafa unnið með David Bowie og ABBA þá framleiddi Svana On the Run Tour tónlistarhjónanna Jay-Z og Beyoncé að því fram kemur á vef NME. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant