Blandar fjölskyldunni ekki í pólitíkina

Börnin fá ekki að skipta sér af framboði Caitlyn Jenner …
Börnin fá ekki að skipta sér af framboði Caitlyn Jenner til ríkisstjóra í Kaliforníu. AFP

Raunveruleikastjarnan fyrrverandi Caitlyn Jenner segist hafa tekið ákvörðun um að blanda fjölskyldu sinni ekki inn í kosningabaráttu sína. Jenner býður sig nú fram í embætti ríkisstjóra í Kaliforníu en endurkjör fer fram í ríkinu um þessar mundir.

Fjölskylda Jenner hefur ekkert komið að því að tryggja henni atkvæði þrátt fyrir að vera með gríðarlegan fjölda fylgjenda á öllum samfélagsmiðlum. Dætur hennar eru Kendall og Kylie Jenner og stjúpbörn hennar úr fyrra hjónabandi með Kris Jenner eru Kim, Kourtney, Khloé og Rob Kardashian. Auk þess á hún synina Brandon, Brody og Burt Jenner úr hjónaböndum sínu með Chrystie Scott og Lindu Thompson.

„Ég hringdi í hvert eitt og einasta þeirra og sagði þeim hvað ég væri að fara gera og að þau ættu ekki að skipta sér af því,“ sagði Jenner í hlaðvarpsviðtali við California Rebel Base hlaðvarpið.

Jenner sagðist hafa haft áhyggjur af því að framboð hennar myndi hafa neikvæð áhrif á fyrirtæki barna sinna ef hún bæði þau um að tala máli hennar. 

„Við vitum öll að stjórnmál geta verið slæm fyrir reksturinn, og þau eru öll með vörumerki og allt annað sem þau gera, þau eru með fyrirtæki. Ég sagði þeim að ég vildi ekki að þau skiptu sér af og að ég vildi ekki grænan eyri. Ég vil ekki eitt tíst, eina færslu á Instagram. Haldið ykkur bara frá þessu,“ sagði Jenner.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.