Endurgerði gamla mynd berbrjósta

Söngkonan Christina Aguilera.
Söngkonan Christina Aguilera. mbl.is/AFP

Söngdívan Christina Aguilera vakti upp gamlar minningar með glæsilegum myndum sem hún deildi á Instagram-síðu sinni um síðastliðna helgi. Aguilera situr fáklædd fyrir á myndunum og lætur síða hárlokkana hylja brjóst sín. Þá lætur hún auglýsingu um tónlistarhátíðina LadyLand fylgja færslunni en þar mun hún stíga á stokk ásamt fjöldanum öllum af listamönnum.

„Ein vika í LadyLand festival. Hver ætlar að vera þar?“ spyr söngkonan.

Unnusti hennar, Matthew Rutler, svarar um hæl. „Ummmm. Ég ætla að vera þarna. Sérstaklega eftir að hafa séð þessa færslu,“ og bætir við lyndistáknum sem gefa í skyn að honum finnist Aguilera funheit.

Myndir þessar minna óneitanlega á gamalt plötuumslag sem prýddi plötuna ,,Stripped“ og kom út árið 2002. Stripped er fjórða hljóðversplata söngkonunnar af þeim átta sem hún hefur gefið út. Aðdáendur virðast margir hverjir taka eftir líkindum myndanna ef marka má skilaboðin undir færslunni, en hvort Aguilera hafi gert það af ásettu ráði er ómögulegt að geta um.

View this post on Instagram

A post shared by Christina Aguilera (@xtina)


mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.