Michael Constantine er látinn

Michael Constantine (t.h.) er látinn 94 ára að aldri.
Michael Constantine (t.h.) er látinn 94 ára að aldri. Ljósmynd/Wikipedia.org

Leikarinn Michael Constantine er látinn 94 ára að aldri. Constantine var þekktastur fyrir að fara með hlutverk í kvikmyndinni My Big Fat Greek Wedding og þáttunum Room 222. 

Hann lést í gær, miðvikudag, á heimili sínu í Reading í Pennsylvaníuríki. Hann lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt umboðmanni hans Juliu Buchwald. 

Constantine var sonur innflytjenda frá Grikklandi en fæðingarnafn hans var Gus Efstratiou. Hann hóf feril sinn í leiklist á sjötta áratug síðustu aldar. Hann var kvæntur leikkonunni Juliönnu McCarthy frá 1953 til 1969 og áttu þau tvö börn saman. Hann kvæntist seinna Kathleen Christopher. Þau skildu. 

Deadline

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.