Snýr aftur í Grey's Anatomy

Abigail Spencer.
Abigail Spencer. Skjáskot/Instagram

Dr. Megan Hunt snýr aftur á dramatískasta sjúkrahús heims, Grey Sloan Memorial sjúkrahúsið í Seattle sem flestir kannast við úr þáttunum Grey‘s Anatomy. Framleiðendur þáttanna hafa uppljóstrað um endurkomu Hunt og sagt frá að átjánda þáttaröð Grey‘s Anatomy komi til með að líta dagsins ljós þann 30. september næstkomandi.

Leikkonan Abigail Spencer, sem fer með hlutverk Hunt, deildi mynd á Instagram þar sem hún staðfesti endurkomu sína. Af svip hennar að dæma er þetta mikið tilhlökkunarefni.

Í þáttunum leikur Spencer taugaskurðlækninn og yngri systur Dr. Owen Hunt, sem er fyrrverandi yfirlæknir á sjúkrahúsinu. Hunt var sögð hafa látist eftir að hún hvarf sporlaust á meðan á stríðinu í Írak stóð, í lok þrettándu þáttaraðar, sem kom út árið 2017. Hunt hefur því verið saknað í nokkur ár en í nýjustu þáttaröðinni verður breyting þar á.

Aðdáendur þáttanna hljóta því að bíða með örvæntingu eftir nýjustu vendingum í sögu Megan Hunt.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.