Ætlar að hrista þetta af sér

Andrés prins ætlar að hrista af sér allar ásakanir um …
Andrés prins ætlar að hrista af sér allar ásakanir um nauðgun. AFP

Andrés prins er sagður vera fullviss um að hann hristi af sér allar ásakanir um nauðgun og kynferðislega misnotkun. Þá er hann sagður sannfærður um að hann geti snúið aftur til starfa fyrir bresku krúnuna strax á næsta ári. Þetta á hann að hafa sagt við aðstoðarfólk sitt.

„Það er ljóst að Andrés þráir heitt að snúa aftur til starfa fyrir bresku krúnuna eins skjótt og auðið er. Það virðist ómögulegt en þrátt fyrir það virðist hann hafa eflst í þeirri trú að hans nafn verði hreinsað og að hann muni snúa aftur til opinberra starfa,“ segir heimildarmaður í samtali við Daily Mail.

Forðast að vera stefndur

Andrés prins hefur verið að funda með drottningunni í Balmoral-kastalanum þar sem hún ver ávallt sumri sínu. Heimildum ber ekki saman um tilgang ferðarinnar. Sumir halda því fram að þessi ferð hans til Balmoral hafi verið löngu ákveðin en aðrir vilja meina að ferðin hafi verið til þess að forðast að rekast á fulltrúa lögfræðinga Virginiu Giuffre. Þeir hafa margsinnis reynt að afhenda honum stefnu en öryggisteymi Andrésar hefur stöðvað margar slíkar tilraunir á síðustu vikum. Þeir hafa frest til 8. desember að færa honum stefnuna. 

Andrés prins hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað og áreitt Virginiu Guiffre þegar hún var undir lögaldri og að hann hafi vitað að hún væri fórnarlamb mansals.

Óskiljanleg taktík

Í næstu viku verður málið lagt fyrir dómara í New York. Það hvílir engin skylda á Andrés prins að vera viðstaddur og heimildir herma að lagateymi hans muni ekki taka þátt að neinu leyti. Hann hefur þó verið varaður við að það gæti komið niður á vörn hans í framtíðinni haldi hann áfram að forðast málið. 

Mark Bederow lögfræðingur í New York segir þessa taktík mjög vafasama. „Það að reyna að forðast að vera stefnt getur reynst varasamt. Dómari hefur þá heimild til þess að leyfa að afhenda lögfræðingum Andrésar stefnuna með öðrum hætti til dæmis í gegnum tölvupóst. Þetta er klúður hjá honum. Fyrir verðandi kviðdóm þá lítur þetta afskaplega illa út. Ég skil ekki hvaða taktík hann er að beita og hvað hann heldur að hann græði á þessu.“

Richard Marshall, lögfræðingur hjá Penningtons Manches Cooper, segir að ef til vill muni Andrés prins neita lögsögu bandarískra dómstóla. „Þá er erfiðara að ná fullnustu dóms en orðspor hans yrði þó fyrir miklum skaða,“ segir Marshall.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson