Affleck og Lopez fela ekki neitt í Feneyjum

Jennifer Lopez og Ben Afleck í Feneyjum.
Jennifer Lopez og Ben Afleck í Feneyjum. AFP

Hollywoodparið Ben Affleck og Jennifer Lopez eru mætt til Feneyja til þess að vera viðstödd frumsýningu í kvöld. Affleck og Lopez létu ekki lítið fyrir sér fara þegar þau ferðuðust um með báti í gær eins og sjá má á myndum frá AFP. 

Parið leit vel út en þau voru á leiðinni á viðburð að því fram kemur á vef People. Bæði voru þau með sólgleraugu og sáust nota grímur þegar þörf var á. Lopez var í rómantískum hvítum kjól en Affleck í svötum fötum. 

Affleck og Lopez eru í Feneyjum til þess að vera viðstödd frumsýningu myndarinnar The Last Duel sem Ridley Scott leikstýrir. Affleck skrifaði myndina ásamt vini sínum Matt Damon. Hann leikur einnig í myndinni ásamt Damon, Adam Driver og Jodie Comer. Lopez mun líklega fylgja honum á rauða dregilinn í kvöld, 10. september. 

Ben Affleck hjálpaði Jennifer Lopez í bátinn.
Ben Affleck hjálpaði Jennifer Lopez í bátinn. AFP

Stjörnuparið byrjaði saman aftur í vor eftir marga ára pásu. Alvara færðist í sambandið í sumar og birtu þau fyrstu myndirnar af sér saman á Instagram í júlí í kringum 52 ára afmæli Lopez.  

Ben Affleck og Jennifer Lopez voru með sólgleraugu og grímur.
Ben Affleck og Jennifer Lopez voru með sólgleraugu og grímur. AFP
Ljósmyndarar náðu myndum af parinu.
Ljósmyndarar náðu myndum af parinu. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.