Rangur þáttur af Í ljósi sögunnar fór í loftið

Vera Illugadóttir stýrir Í ljósi sögunnar.
Vera Illugadóttir stýrir Í ljósi sögunnar. Ljósmynd/RÚV

Tæknileg mistök ollu því að rangur þáttur af Í ljósi sögunnar fór í loftið á Rás 1 í dag. Jónatan Garðarsson, dagskrárritstjóri á Rás 1, segir í samtali við mbl.is að nýi þátturinn verði aðgengilegur á spilara Rúv og hlaðvarpsveitum eftir klukkan tíu fyrir hádegi.

Þátturinn verður einnig spilaður á Rás 1 eftir kvöldfréttir í kvöld. Dyggir aðdáendur þáttanna þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki skammtinn sinn í dag þó þeir hafi ekki fengið hann beint í æð í línulegri dagskrá.

Í ljósi sögunnar, einn vinsælasti útvarps- og hlaðvarpsþáttur á Íslandi, átti að snúa aftur úr sumarfríi í dag og hafði Ríkisútvarpið auglýst það á sínum miðlum. Vera Illugadóttir stýrir þáttunum og í dag átti að fara í loftið þáttur um leiðangur undir stjórn Belgans Adrien de Gerlache til Suðurskautslandsins í lok nítjándu aldar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.