Madonna stendur í flutningum

Söngkonan Madonna varð 63 ára nýverið.
Söngkonan Madonna varð 63 ára nýverið. mbl.is/Instagram

Poppdrottningin Madonna hleypti aðdáendum sínum aðeins nær einkalífi sínu þegar hún deildi myndskeiði í sögu á Instagram í vikunni.

„Stemning að flytja,“ voru skilaboðin sem fylgdu myndskeiðinu.

Madonna fjárfesti nýverið í glæsivillu í Los Angeles, sem var áður í eigu tónlistarmannsins The Weeknd. Húsið kostaði 19 milljónir Bandaríkjadala sem nemur um 2,5 milljörðum íslenskra króna.

Madonna stillti sjálfri sér jafnframt upp við hina ýmsu innanstokksmuni sem prýða heimili hennar og deildi myndunum á Instagram. Af myndunum að dæma hefur hún svo sannarlega tekið útlitslegum breytingum í gegnum tíðina, en varla er hægt að sjá að hún hafi fagnað 63 ára afmæli í síðasta mánuði.

View this post on Instagram

A post shared by Madonna (@madonna)


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.