Britney og Sam trúlofuð

Britney Spears og Sam Asghari.
Britney Spears og Sam Asghari. AFP

Bandaríska poppstjarnan Britney Spears hefur tilkynnt trúlofun sína og Sams Asgharis. 

Birti Britney myndskeið á instagramreikingi sínum þar sem hún sýnir trúlofunarhringinn. 

Britney hefur staðið í ströngu að berjast við að komast undan lögræði föður síns, sem staðið hefur í þrettán ár. Faðir hennar hefur þann tíma stjórnað bæði persónulegu lífi söngkonunnar sem og fjármálum hennar. 

Komið hefur í ljós að meðal krafna fyrirkomulagsins við föður Britney var að Briney gæti ekki gifst þeim sem hún kysi. 

Faðir Briney hefur nú, eftir áralanga baráttu Britney, lagt fram formlega beiðni um að hætta sem lögráðamaður hennar. Verður beiðnin tekin fyrir hinn 29. september að því er kemur fram í fréttaflutningi BBC. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.