Eldheit og ástfangin á rauða dreglinum

Ben Affleck sleppti ekki takinu af Jennifer Lopez á rauða …
Ben Affleck sleppti ekki takinu af Jennifer Lopez á rauða dreglinum. AFP

Það vantaði ekki rómantíkina á rauða dreglinum hjá turtildúfunum Jennifer Lopez og Ben Affleck um helgina. Stjörnuparið steig í fyrsta skipti saman á rauða dregilinn í hartnær 15 ár og mátti sjá ástina skína úr augum þeirra beggja.

Einhverjir kunna að hafa gripið andann á lofti þegar Jennifer Lopez steig út úr svartri bifreið og stillti sér upp fyrir ljósmyndara sem voru á svæðinu. Stórglæsileg var hún að vanda en ekki var Ben Affleck neitt síðri. Saman stilltu þau sér upp í þéttingsföstum faðmlögum með tilheyrandi kossaflensi og innilegum brosum hvort til annars. Ástin var áþreifanleg. 

Líkt og flestum er kunnugt voru Lopez og Affleck par fyrir tæpum tveimur áratugum en slitu samvistum árið 2004. Síðasta vor fór parið að stinga saman nefjum á nýjan leik og hafa þau sést verja drjúgum tíma saman sem einkennst hefur af mikilli rómantík. 

Þessi ástarsaga nútímans virðist hrífa alla heimsbyggðina með sér því varla er um annað rætt í fjölmiðlum vestanhafs en að Bennifer, taka tvö, sé nú loks viðurkennt ástarsamband.

Parið virtist yfir sig ástfangið.
Parið virtist yfir sig ástfangið. AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.