Saga um þungunarrof valin besta myndin

Franski leikstjórinn Audrey Diwan á Feneyjae-hátíðinni í gær.
Franski leikstjórinn Audrey Diwan á Feneyjae-hátíðinni í gær. AFP

Kvikmyndin Happening, sem fjallar um ólögleg þungunarrof í Frakklandi á sjöunda áratug síðustu aldar, hlaut verðlaun fyrir bestu kvikmyndina á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem fram fór um helgina. 

Happening, eða L'Événement, fjallar um konu sem vill fara í þungunarrof til að halda námi sínu áfram. „Ég bjó þessa kvikmynd til af reiði, af þrá,“ sagði Audrey Diwan, leikstjóri myndarinnar, í þakkarræðu sinni í gærkvöldi. 

Kvikmyndahátíðin í Feneyjum, sem haldin var í 78. sinn í ár, lauk í gærkvöldi. Um er að ræða elstu kvikmyndahátíð heims. 

Happening er byggð á sjálfsævisögulegri skáldsögu Annie Ernaux sem hætti á að vera handtekin þegar hún fór í þungunarrof. 

Önnur verðlaun hátíðarinnar, Silfurljónið, fékk ítalski leikstjórinn Paolo Sorrentino fyrir kvikmynd sína Hand of God sem fjallar um æsku leikstjórans í ítölsku borginni Naples. 

Penelope Cruz var valin besta leikkonan á hátíðinni fyrir hlutverk sitt í Parallel Mothers eftir spænska leikstjórann Pedro Almodovar og John Arcilla var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni On the Job: The Missing 8.

Óskarsverðlaunamyndin Nomadland var valin besta kvikmyndin á hátíðinni árið 2020.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.