Síðasta mynd Árna Ólafs heitins frumsýnd

Árni Ólafur Ásgeirsson.
Árni Ólafur Ásgeirsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðasta mynd hins ástkæra leikstjóra Árna Ólafs Ásgeirssonar, sem lést fyrr á þessu ári, verður frumsýnd sem opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF sem hefst í lok mánaðar hinn 6. október í Bíó Paradís.

Myndin er fyrsta leikna íslenska kvikmyndin sem veitir innsýn inn í pólskt samfélag á Íslandi í nærmynd. Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum Olgu Boladz sem er mikils metin leikkona í Póllandi. Handritið er eftir Árna Ólaf og Michal Godzic.

Wolka er íslenskt-pólskt samstarfsverkefni og fer fram á pólsku en flest hlutverk eru í höndum pólskra leikara. Hins vegar koma margir Íslendingar að framleiðslu hennar. Atli Örvarsson sér um tónlist og Brynja Skjaldardóttir um búninga, og Marta Luiza Macuga, ekkja Árna Ólafs, er leikmyndahönnuður.

Myndin gerist að mestu á Íslandi, nánar tiltekið í Vestmannaeyjum, og er ómetanlegur samtímaspegill fyrir okkur Íslendinga. Framleiðsla myndarinnar er í höndum Hilmars Sigurðssonar og Begga Jónssonar hjá Sagafilm og Stanislaws Dziedzic hjá Film Produkcja

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.