Breska leikkonan fundin

Tanya Fear er komin í leitirnar.
Tanya Fear er komin í leitirnar. Ljósmynd/Twitter

Breska leikkonan Tanya Fear, sem leitað var að í Los Angeles um helgina, er komin í leitirnar. Lýst var eftir henni á fimmtudag í síðustu viku og hafði ekkert sést til hennar þar til í gær. 

Talsmaður lögreglunnar í Los Angeles greindi frá því að Fear hefði fundist örugg en vildi ekki tjá sig nánar um málið. 

Í tilkynningu sagði fjölskylda hennar að þau væru fegin og gríðarlega þakklát að hún hefði komið í leitirnar.

Fjölskylda hennar vinir hófu leit að henni fyrir helgi en fram kom að hún hefði farið frá heimili sínu í Hollywood Bowl án síma eða veskis og síðast hafi sést til hennar klukkan tíu það kvöld. 

Fear hefur farið með lítil hlutverk í fjölda þátta, þar á meðal á borð við Doctor Who, Spotless, Endeavour, DCI Banks og Midsomer Murders.

BBC

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn í dag til listsköpunar eða sæktu leikhús. Minjagripir eiga sérstakan sess í hjarta þínu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn í dag til listsköpunar eða sæktu leikhús. Minjagripir eiga sérstakan sess í hjarta þínu.