Heitustu pörin á Met Gala

Rita Ora og Taika Waititi voru ástfangin á Met Gala …
Rita Ora og Taika Waititi voru ástfangin á Met Gala í gær. AFP

Ástin sveif yfir vötnum á Met Galahátíðinni sem haldin var í gærkvöldi. Þar mátti sá stjörnur sem fundu ástina í heimsfaraldri og pör sem ekki hafa sést áður saman á rauðum dregli. Breska söngkonan Rita Ora og ný-sjálenski leikstjórinn Taika Waititi mættu saman en þetta er í annað skiptið sem þau mæta saman á opinberan viðburð.

Þar var einnig enska leikkonan og tískuhönnuðurinn Georgina Chapman, sem áður var gift leikstjóranum Harvey Weinstein, og kærasti hennar Adrien Brody. Parið hefur ekki komið opinberlega fram áður. 

Hjónin Justin og Hailey Bieber voru einnig saman á dreglinum auk hjónanna Serenu Williams og Alexis Ohanian. Hinn ungi Brooklyn Beckham og unnusta hans Nicola Peltz sáu sér einnig fært að mæta. 

Game of Thrones parið Kit Harington og Rose Leslie voru einnig á meðal gesta en Harington hefur farið í fjölda viðtala upp á síðkastið þar sem hann hefur rætt áfengisvanda sinn.

Ungstirnin Camilla Cabello og Shawn Mendes voru líka yfir sig ástfangin við tröppur Metropolitan listasafnsins, og sleppti Mendes skyrtunni í þetta skiptið.

Rita Ora og Taika Waititi fundu ástina í heimsfaraldrinum.
Rita Ora og Taika Waititi fundu ástina í heimsfaraldrinum. AFP
Georgina Chapman fann ástina í örmum Adrien Brody eftir skilnaðinn …
Georgina Chapman fann ástina í örmum Adrien Brody eftir skilnaðinn við Harvey Weinstein. AFP
Justin og Hailey Bieber.
Justin og Hailey Bieber. AFP
Serena Williams og Alexis Ohanian.
Serena Williams og Alexis Ohanian. AFP
Brooklyn Beckham og Nicola Peltz.
Brooklyn Beckham og Nicola Peltz. AFP
Kit Harington og Rose Leslie.
Kit Harington og Rose Leslie. AFP
Shawn Mendes og Camila Cabello.
Shawn Mendes og Camila Cabello. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn í dag til listsköpunar eða sæktu leikhús. Minjagripir eiga sérstakan sess í hjarta þínu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn í dag til listsköpunar eða sæktu leikhús. Minjagripir eiga sérstakan sess í hjarta þínu.