Norm Macdonald látinn

Norm Macdonald lést í dag 61 árs.
Norm Macdonald lést í dag 61 árs.

Kanadíski grínistinn Norm Macdonald er látinn 61 árs að aldri eftir nær áratugalanga baráttu við krabbamein. Macdonald var meðal annars þekktur fyrir sérstakt skopskyn, langa brandara og hlutverk sitt í hinum geysivinsælu þáttum Saturday Night Live. Hann lék auk þess í fjölda kvikmynda og gaf út bók.

Miðillinn Deadline greindi frá andláti Macdonald í dag og hefur það eftir umboðsskrifstofu grínistans. Þar er haft eftir nánum vini Macdonald að hann hefði haldið krabbameinsgreiningunni út af fyrir sig og hefði ekki viljað láta veikindin sín hafa áhrif á það hvernig fólk meðtók brandaranna hans. 

Minnast Macdonald með söknuði

Margir minnast nú Macdonald á Twitter, þar á meðal þekktar stjörnur úr grínheiminum á borð við Seth Rogen, Jim Carrey og Conan O'Brien.

Lék sér að fáránleikanum

Í seinni tíð uppskar Macdonald töluverðar vinsældir sem gestur og stjórnandi í spjallþáttum þar sem hann var þekktur fyrir sérstaka en fyndna brandara. Viðtöl Macdonald hafa sankað að sér milljónum áhorfa á Youtube og eldri viðtöl við hann grafin upp og endurútgefin. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að komast hjá því að verkefnaskrá þín lengist í dag. Taktu ekki of mikið mark á hugsunum þínum í dag því þær markast af skorti á sjálfstrausti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að komast hjá því að verkefnaskrá þín lengist í dag. Taktu ekki of mikið mark á hugsunum þínum í dag því þær markast af skorti á sjálfstrausti.