Óþekkt hljóðupptaka af Lennon á uppboði í Danmörku

Yoko Ono og John Lennon árið 1969.
Yoko Ono og John Lennon árið 1969. Ljósmynd/Wikipedia.org

Hljóðupptaka af John Lennon að syngja áður óþekkt lag frá árinu 1970 verður á uppboði í Kaupmannahöfn 28. september.

Upptakan er 33 mínútur að lengd og er ásett verð á bilinu 27 til 40 þúsund evrur, eða um fjórar til sex milljónir íslenskra króna.

Fjórir karlmenn eru að selja upptökuna en þeir voru unglingar þegar þeir hittu Lennon veturinn 1969 til 1970 þegar hann dvaldi í Danmörku.

„Upptakan er einstök þar sem hún er í raun samtal. Hún átti sér stað eftir blaðamannafund. Lennon ræðir við fjóra námsmenn og nokkra blaðamenn og syngur nokkur lög fyrir þá,“ sagði Alexa Bruun Rasmussen, hjá Bruun Rasmussen uppboðshúsinu, í samtali við AFP-fréttaveituna.

„Eitt laganna, Radio Peace, hefur aldrei verið gefið út,“ sagði Rasmussen.

„Upptakan er lítill bútur af sögu Danmerkur og þegar maður hlustar á hana finnur maður hvað John Lennon leið vel í Danmörku. Hann gat verið hér einn og óáreittur.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.