Trúlofuð eftir fimm ára samband

Danny Fujikawa og Kate Hudson eru trúlofuð.
Danny Fujikawa og Kate Hudson eru trúlofuð. AFP

Leikkonan Kate Hudson og Danny Fujikawa eru trúlofuð. Hið nýtrúlofaða par hefur verið saman í fimm ár og þau eiga eina dóttur saman, Rani Rose Hudson Fujikawa, sem kom í heiminn árið 2018. 

Hudson tilkynnti um trúlofunina í færslu á Insatgram þar sem þau sjást á toppi fjalls og sjá má glitta í trúlofunarhring. 

Parið hóf ástarsamband sitt í desember árið 2016. Þetta verður fyrsta hjónaband Fujikawa en Hudson hefur verið gift einu sinni áður. Hún var gift tónlistarmanninum Chris Robinson frá 2000 til 2007 og eiga þau einn son saman, Ryder Robinson, sem er 17 ára. Hudson á einnig soninn Bingham Hawn Bellamy með fyrrverandi unnusta sínum, Matt Bellamy. Þau hættu saman árið 2014.

View this post on Instagram

A post shared by Kate Hudson (@katehudson)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt aðrir reyni að leggja stein í götu þína muntu ná því markmiði sem þú ætlar þér ef þú ert nógu ákveðinn. Fólk kýs þig þegar þú býst síst við því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt aðrir reyni að leggja stein í götu þína muntu ná því markmiði sem þú ætlar þér ef þú ert nógu ákveðinn. Fólk kýs þig þegar þú býst síst við því.