Britney Spears kveður Instagram

Poppsöngkonan Britney Spears hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið.
Poppsöngkonan Britney Spears hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið. mbl.is/AFP

Söngkonan Britney Spears hefur nú tekið ákvörðun um að loka Instagram reikningi sínum um óákveðinn tíma. Spears trúlofaðist ástmanni sínum til fimm ára, Sam Ashgari, nú á dögunum og segist hún nú vilja fá að fagna ástinni og njóta hamingjunnar í friðsæld.

Í ljósi sögu Spears-fjölskyldunnar, þar sem lögræði Britney hefur alfarið verið í höndum föður hennar, brá mörgum aðdáendum heldur betur í brún þegar þeir áttuðu sig á því að Instagram reikningur hennar væri óaðgengilegur. Stuttu áður en Spears eyddi aðgangi sínum hafði hún deilt mynd og þakkað aðdáendum sínum fyrir frelsum Britney herferðina (#Free-Britney) sem barist hefur fyrir réttlæti hennar víðs vegar um heiminn.  

Söngkonan upplýsti aðdáendur sína á Twitter um stöðu mála og greindi frá ástæðunni á bakvið lokun Instagram síðu sinnar. Sannfærði hún aðdáendur sína um að það væri ekkert að óttast, hún kæmi tilbaka á Instagram fyrr en seinna.

„Ekki hafa áhyggjur, ég kem fljótlega aftur,“ sagði hún í færslunni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að komast hjá því að verkefnaskrá þín lengist í dag. Taktu ekki of mikið mark á hugsunum þínum í dag því þær markast af skorti á sjálfstrausti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að komast hjá því að verkefnaskrá þín lengist í dag. Taktu ekki of mikið mark á hugsunum þínum í dag því þær markast af skorti á sjálfstrausti.