Harry fær hamingjuóskir þrátt fyrir ósætti

Harry á afmæli í dag en bróðir hans óskaði honum …
Harry á afmæli í dag en bróðir hans óskaði honum til hamingju með daginn á samfélagsmiðlum. AFP

Harry Bretaprins fagnar 37 ára afmæli í dag, miðvikudaginn 15. september, fjarri fjölskyldu sinni en prinsinn flutti til Kaliforníu í fyrra. Ósætti hefur verið á milli prinsins og annarra í fjölskyldunni en það kom ekki í veg fyrir að Vilhjálmur bróðir hans og Katrín mágkona hans óskuðu honum til hamingju með afmælið. 

„Til hamingju með afmælið Harry prins,“ stendur við mynd af Harry á samfélagsmiðlum hertogahjónanna af Cambridge. 

Harry býr í Bandaríkjunum með Meghan eiginkonu sinni og tveimur börnum en yngra barnið kom í heiminn í sumar. Samband bræðranna er talið hafa versnað í kringum brúðkaup Harry og Meghan árið 2018. Ekki bætti úr skák að Harry ákvað að segja sig frá skildum bresku konungfjölskyldunnar og mæta svo í viðtal með eiginkonu sinni til Opruh Winfrey í mars. Þar sökuðu þau fjölskylduna meðal annars um kynþáttahatur. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja draumaferðina hvað sem hver segir. Skrifaðu lista yfir verkefni sem þarf að klára.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja draumaferðina hvað sem hver segir. Skrifaðu lista yfir verkefni sem þarf að klára.