Bynes ekki jafn heppin og Spears

Amanda Bynes mun ekki öðlast sjálfstæði sitt fyrr en í …
Amanda Bynes mun ekki öðlast sjálfstæði sitt fyrr en í fyrsta lagi í janúar 2023. AFP

Leikkonan Amanda Bynes mun ekki öðlast sjálfstæði fyrr en í fyrsta lagi í janúar árið 2023. Bynes hefur, líkt og tónlistarkonan Britney Spears, verið svipt sjálfræði sínu í mörg ár. 

Í nýjum dómskjölum kemur fram að dómari hafi komist að því í samráði við lækna leikkonunnar að hún myndi ekki fá sjálfstæði sitt aftur. Ekki hefur verið opinberað á hvaða grundvelli ákvörðunin var tekin. 

Árið 2020 var stormasamt í lífi Bynes og var hún lögð inn á geðdeild í lyfjagjöf. Í maí á síðasta ári var greint frá því að hún væri komin í búsetuúrræði. Lögmaður hennar hefur þvertekið fyrir sögusagnir um áfengis- og vímuefna misnotkun og aðeins sagt hana glíma við andleg veikindi. 

Bynes var svipt sjálfræði árið 2013 þegar hún veiktist andlega og misnotaði áfengi- og fíkniefni. 

Sögur þeirra Bynes og Spears eru ekki ólíkar en Spears var svipt sjálfræði sínu árið 2008 og hefur verið undir stjórn föður síns undanfarin ár. Eftir þrotlausa baráttu hefur Spears fengið föður sinn til að stíga til hliðar og frelsið því í sjónmáli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler