Forsíða Time vekur furðu

Forsíða Time þykir ekki góð.
Forsíða Time þykir ekki góð. Skjáskot/Instagram

Forsíða tímaritsins Time hefur vakið mikla athygli fyrir heldur sérstaka mynd af Harry og Meghan en þau prýða nú forsíðuna fyrir að lenda á lista yfir áhrifamesta fólkið árið 2021.

Myndin var tekin á heimili hjónanna í Montecito í Kaliforníu. Margir telja að mikið hafi verið átt við myndina, hárlína prinsins sé til dæmis mun þykkari en venjulega auk þess sem líkamsstaða hans sé vandræðaleg. Næstum líkt og þeim hafi verið skeytt saman. Þá hafi myndvinnsluforritið Photoshop verið óhóflega mikið notað.

Virkir í athugasemdum hafa ekki látið sitt eftir liggja:

„Situr hann eða stendur? Er hann að halda í hana svo hann detti ekki. Afhverju ætti einhver að láta fallegt par líta svona afkáralega út?“

„Afhverju er hann að fela sig á bakvið hana?“

„Þessi forsíða endurspeglar greinilega valdajafnvægið í sambandinu“

Margir velta líka vöngum yfir hvers vegna þau hafi verið valin á forsíðuna umfram aðra. Þau vilji vissulega vinna að því að bæta heiminn en á sama tíma virðist það vera þeim mikið hjartans mál að skrásetja það vandlega upp á að fá gott „PR“. Því til stuðnings má geta þess að þau hafa alltaf með í för eigin ljósmyndara sem skrásetur góðverk þeirra vandlega. Þeim er því mjög umhugað um að fólk viti af því sem þau eru að gera.

„Nú er tímabært að Harry og Meghan hætti að verja öllum tíma sínum í að segja öllum hvað þau eru að gera mikið og bara áfram með smjörið,“ segir pistlahöfundur The Advertiser.

Ekki allir taka í sama streng en vinur Harry og Meghan, Jose Andres, segir þau drífandi og full samúðar. „Það væri auðveldara fyrir þau að njóta bara forréttindanna sem þau hafa alist upp með og þegja. Þau hins vegar ákveða að hlaupa í fangið á storminum.“ 

View this post on Instagram

A post shared by TIME (@time)

Harry og Meghan eru talin afar áhrifamikil. Hár hans þykir …
Harry og Meghan eru talin afar áhrifamikil. Hár hans þykir hafa þykknað á forsíðu Time. AFP


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason