Slitnað upp úr vináttunni

Scott Disick og Kourtney Kardashian eru ekki lengur góðir vinir.
Scott Disick og Kourtney Kardashian eru ekki lengur góðir vinir. skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjörnurnar fyrrverandi Kourtney Kardashian og Scott Disick eru ekki lengur vinir. Samband þeirra snýst eingöngu um börnin þeirra þrjú, Mason, Penelope og Reign. Parið fyrrverandi var þekkt fyrir að halda góðu vinasambandi þrátt fyrir að ástarsambandi þeirra væri lokið. 

„Fyrir utan að hugsa um börnin, þá er vinasamband þeirra Scott og Kourtney ekki til. Hann er bara að einbeita sér að vera til staðar fyrir börnin og eyða tíma með þeim, á sama tíma og hann hugsar um vörumerkið og tækifæri sem hann getur gripið,“ sagði heimildamaður Us Weekly

Ástæðan fyrir því að slitnaði upp úr vinasambandinu er nýi kærasti Kardashian, Travis Barker, að sögn heimildamannsins. Þau hafa verið saman síðan í janúar. Disick var með fyrirsætunni Ameliu Hamlin en slitnaði upp úr sambandi þeirra í byrjun september. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér og munt nú uppskera. Það kveður við nýjan tón í ástarsambandinu, fagnaðu því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér og munt nú uppskera. Það kveður við nýjan tón í ástarsambandinu, fagnaðu því.