Trier og Hansen heiðruð á RIFF

Mia Hansen-Löve og Joachim Trier.
Mia Hansen-Löve og Joachim Trier. Samsett mynd

Tveir kvikmyndaleikstjórar munu hljóta heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, þau Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen-Löve frá Frakklandi. Verðlaunin hljóta þau fyrir framúrskarandi listræna sýn og verða þau veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á setningardegi hátíðarinnar, 30. september. Sama dag taka leikstjórarnir þátt í meistaraspjalli í Gamla bíói.

Í tilkynningu frá RIFF segir að Trier og Hansen séu með áhugaverðustu og eftirsóttustu ungu leikstjórum samtímans en bæði sýndu þau nýjar kvikmyndir sínar á kvikmyndahátíðnni í Cannes í sumar. Trier frumsýndi Verstu manneskju í heimi, Verdens verste menneske og verður sú opnunarmynd RIFF í ár. Hansen-Löve frumsýndi Bergmaneyju, Bergman Island, og hlaut hún góðar viðtökur líkt og kvikmynd Trier.

Trier nam kvikmyndagerð í Danmörku og Bretlandi og er fyrstu tveimur kvikmyndum hans í fullri lengd, Reprise (2006) og Ósló 31. ágúst (2011), lýst sem klassískum raunsæissögum af ungu fólki á krossgötum. Fyrsta kvikmynd hans á ensku var Louder Than Bombs (2015). Hansen-Løve nam leiklist og starfaði sem gagnrýnandi áður en hún gerðist leikstjóri. Hefur hún gert sjö kvikmyndir í fullri lengd og hlotið bæði lof og verðlaun fyrir þær.

Kvikmyndir hennar eru sagðar persónulegar og blanda því sjálfsævisögulega og skáldaða saman á merkilegan máta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Reyndu að bæta tengslin við þína nánustu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Reyndu að bæta tengslin við þína nánustu.