Debbie Harry heiðursgestur á RIFF

Debbie Harry.
Debbie Harry.

Debbie Harry aðalsönkona Blondie verður heiðursgestur á kvikmyndahátíðinni RIFF í tilefni þess að myndin Blondie: Að lifa í Havana verður sýnd á hátíðinni. Myndin er sýnd í flokknum Tónlist í forgrunni.

„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Debbie Harry aðalsöngkona Blondie mun heiðra okkur með viðveru sinni á sýningu myndar hennar Blondie: Að lifa í Havana,“ segir í tilkynningu frá RIFF. „Myndin fylgir hjómsveitinni eftir þar sem hún leggur land undir fót á Kúbu til að halda tvenna tónleika þar að beiðni Menningarráðuneytis Kúbu. Það er kvikmyndaleikstjórinn og fjöllistamaðurinn Rob Roth sem leikstýrir en hann er þekktur fyrir að nýta sér margskonar listform í verkum sínum.“

Myndin verður sýnd laugardaginn 2. október klukkan fimm í Bíó paradís. Harry verður viðstödd sýninguna og talar við áhorfendur og Andreu Jónsdóttur eftir sýninguna. 

Nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson