Debbie Harry heiðursgestur á RIFF

Debbie Harry.
Debbie Harry.

Debbie Harry aðalsönkona Blondie verður heiðursgestur á kvikmyndahátíðinni RIFF í tilefni þess að myndin Blondie: Að lifa í Havana verður sýnd á hátíðinni. Myndin er sýnd í flokknum Tónlist í forgrunni.

„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Debbie Harry aðalsöngkona Blondie mun heiðra okkur með viðveru sinni á sýningu myndar hennar Blondie: Að lifa í Havana,“ segir í tilkynningu frá RIFF. „Myndin fylgir hjómsveitinni eftir þar sem hún leggur land undir fót á Kúbu til að halda tvenna tónleika þar að beiðni Menningarráðuneytis Kúbu. Það er kvikmyndaleikstjórinn og fjöllistamaðurinn Rob Roth sem leikstýrir en hann er þekktur fyrir að nýta sér margskonar listform í verkum sínum.“

Myndin verður sýnd laugardaginn 2. október klukkan fimm í Bíó paradís. Harry verður viðstödd sýninguna og talar við áhorfendur og Andreu Jónsdóttur eftir sýninguna. 

Nánar hér

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.