Hin umdeilda Jessica Batten trúlofuð

Jessica Batten og núverandi unnusti hennar Benjamin McGrath.
Jessica Batten og núverandi unnusti hennar Benjamin McGrath. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Jessica Batten úr stefnumótaþáttunum Love Is Blind hefur nú trúlofast kærasta sínum, lækninum Benjamin McGrath. Batten kynntist lækninum eftir að hún lauk þátttöku sinni í þáttaröðinni um blindar ástir.  

Batten hefur verið mjög umdeild eftir framgöngu sína í þáttunum þar sem hún þótti draga aðra stjörnu úr sömu þáttaröð, Mark Anthony Cuevas, algerlega á asnaeyrunum allt fram að lokaþættinum.

Þættirnir Love Is Blind eru framleiddir af streymisveitunni Netflix og eru ólíkir öðrum stefnumótaþáttunum að því leyti að þátttakendur fá ekki að hittast fyrr en borin eru upp bónorð. Cuevas fór á hnén og bað Batten um að giftast sér við jákvæðar undirtektir hennar.

Urðu ástfangin handan veggja

Þau Batten og Cuevas felldu hugi saman á fyrstu dögum stefnumótanna án þess að hafa fengið að sjá hvort annað. Sögðust þau hafa orðið ástfangin af hjartalagi hvors annars og að þau væru eins konar sálufélagar. Það fór þó fljótt að halla undan fæti eftir að þau báru hvort annað augum og gátu komist í líkamlega snertingu við hvort annað. Átti Batten þá erfitt með að sætta sig við útlitslega þætti á Cuevas og talaði hún frjálslega um það í þáttunum. 

Þegar komið var að brúðkaupsdegi þeirra og þáttaröðin senn á enda snérist Batten hugur við altarið. Hún vildi ekki verða heitkona Cuevas og svaraði bón hans því neitandi. Cuevas varð hryggbrotinn eftir þetta atvik og bað sig frá því að mæta á endurfundi raunveruleikastjarnanna. 

Það er því óskandi að ástin svífi raunverulega yfir vötnum í þetta skipti hjá Batten og að ekki fari eins fyrir núverandi unnusta hennar, lækninum Benjamin McGrath. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst engu líkara en allir hafi myndað einhvers konar samsæri gegn þér. Hristu þessa ásókn af þér og haltu áfram.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst engu líkara en allir hafi myndað einhvers konar samsæri gegn þér. Hristu þessa ásókn af þér og haltu áfram.