Móðir Depp hafnaði syni sínum

Johnny Depp.
Johnny Depp. AFP

Hollywood-leikarinn Johnny Depp fékk ekki þann stuðning frá móður sinni sem hann þurfti þegar hann var yngri. Í skilnaðarskjölum foreldra hans frá árinu 1981 sagði móðir Depp hann geta séð um sig sjálfur. Hann var þó ekki fær um það að mati allra og vanræktur af móður sinni. 

Þetta er skoðun Pauls Barresi að því fram kemur á vef Page Six en hann skoðar mál Depps og fyrrverandi eiginkonu hans Amber Heard í nýjum heimildarþáttum. Foreldrar hans skildu árið 1978 þegar Depp var 15 ára. 

Depp hefur greint frá því að hann hafi byrjað að nota eiturlyf 11 ára og hætt í skóla 16 ára til þess að gerast tónlistarmaður. Hann bjó í bílnum sínum í Los Angeles í marga mánuði. Fyrst hlutverkið hans var í myndinni A Nightmare on Elm Street árið 1984. 

Johnny Depp
Johnny Depp AFP

Barresi segir að Depp hafi átt erfitt með að fá vinnu sem tónlistarmaður með bílskúrbandinu sínu og vann í hlutastarfi í símsölu. „Það þarf ekki að taka það fram en 17 ára stóð Johnny ekki fjárhagslega á eigin fótum,“ segir Barrasi og leggur áherslu á að hann hafi alls ekki átt að geta stjórnað eigin lífi sem fullorðin manneskja. 

„Mitt mat er að móðir hans hafnaði honum þegar hann þarfnaðist hennar mest,“ sagði Barresi en engin dómsskjöl sýna að hann hafi verið löglega frelsaður undan forsjá foreldra sinna. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða í vissu máli þó þú sért með hjartað í buxunum. Börn koma mikið við sögu í dag.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða í vissu máli þó þú sért með hjartað í buxunum. Börn koma mikið við sögu í dag.