Sharon Osbourne sviptir hulunni af heimilisofbeldi

Osbourne-hjónin hafa yfirstigið marga erfiðleikana saman.
Osbourne-hjónin hafa yfirstigið marga erfiðleikana saman. AFP

Sjónvarpsstjarnan, Sharon Osbourne, og eiginkona rokkarans Ozzy Osbourne, tjáði sig nýverið um ofbeldi sem gekk á innan veggja heimilis þeirra hjóna hér á árum áður. Hjónin hafa verið gift síðan árið 1982 og eiga því 40 ára rúbín-brúðkaupsafmæli á næsta ári.

Sharon Osbourne sagði ofbeldið hafa verið af þeirra beggja hálfu og lýsti hún því sem „goðsagnakenndu ofbeldi“ þar sem þau áttu það til að slást eins og hundur og köttur. Fyrir um það bil tveimur áratugum ákváðu hjónin að leita sér aðstoðar. Þau vildu bæta eitrað og erfitt hjónaband sitt því þau elskuðu hvort annað.

Sjö árum eftir að hjónin gengu í það heilaga reyndi Ozzy að kyrkja eiginkonu sína til dauða þegar hún lá sofandi í hjónarúmi þeirra. Var hann handtekinn fyrir tilraun til manndráps í kjölfarið. Ozzy hefur tjáð sig opinberlega um atvikið í gegnum tíðina og sagt það vera eitt af því sem hann skammast sín mest fyrir að hafa gert í lífinu.

Sharon ákvað að kæra eiginmann sinn ekki því hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna og að hann hafi orðið edrú fljótlega upp frá þessu. „Þetta var ekki maðurinn minn sem sat þarna. Hann var mikið dópaður og kominn á það stig að augun á honum voru svört og ill,“ útskýrði Sharon.    

„Við urðum að gera ákveðið vopnahlé fyrir um 20 árum síðan og okkur hefur gengið vel síðan,“ sagði Sharon í viðtali við Daily Mail.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það eftir þér að skvetta svolítið úr klaufunum en gættu allrar háttvísi. Allir hafa gott af því að víkka út sjóndeildarhring sinn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það eftir þér að skvetta svolítið úr klaufunum en gættu allrar háttvísi. Allir hafa gott af því að víkka út sjóndeildarhring sinn.