Langar að kynnast manni utan Hollywood

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AFP

Leikkonan Jennifer Aniston talaði opinskátt um tilhugalíf sitt í sjónvarpsþættinum People með Kay Adams fyrr í vikunni. Þar blæs hún á þrálátan orðróm sem hefur verið í deiglunni um nokkurt skeið að hún og mótleikari hennar í Friends þáttaröðunum, David Schwimmer, séu að stingja saman nefjum.

„Guð nei. Það væri furðulegt. Ég meina, í alvöru? Það er eins og færi að vera með bróður mínum,“ sagði Aniston. Þau Aniston og Schwimmer hafa verið góðir vinir í gegnum tíð og tíma og sagðist Aniston skilja sögusagnirnar vel. Enda þætti henni mjög vænt um Schwimmer og þætti hann æðislegur maður en það væri furðulegt fyrir hana að reyna að sjá hann fyrir sér sem eiginmann sinn.  

Þá varpaði Aniston ljósi á þær fyrirætlanir sem hún hefur varðandi stefnumót framtíðarinnar. Hún segist spennt fyrir því að kynnast manni utan Hollywood senunnar. Sjái hún það vel fyrir sér að kynnast ástmanni sem er ekki opinber persóna líkt og hún sjálf.

„Það hefur virkað fyrir marga. Ég hef trú á að geti líka virkað vel fyrir mig. Það er það sem ég er alltaf að vona, að ég geti hitt mann sem er ekki í sama bransa og ég.“

Það er þá kannski von fyrir alla venjulegu piparsveinana þarna úti eftir allt saman.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.