Aldrei jafnað sig á bróðurmissinum

Anderson Cooper missti bróður sinn þegar hann var 21 árs …
Anderson Cooper missti bróður sinn þegar hann var 21 árs gamall. Skjáskot/Instagram

„Ég næ ekki utan um þá hugsun að bróðir minn lést árið 1988 og ég hef lifað fleiri ár án hans en með honum. Ég hugsa um hann á hverjum degi, hvað hann myndi vera að gera, hver hann væri, og ég hugsa enn andlát hans og er enn með spurningar,“ sagði sjónvarpsmaðurinn Anderson Cooper í viðtali við People í vikunni.

Cooper missti bróður sinn Carter fyrir 33 árum síðar og hefur ekki jafnað sig. „Í hvert skipti sem maður missir einhvern nákominn, sérstaklega þegar maður er ungur, þá breytir það stefnu manns í lífinu,“ sagði Cooper. 

Carter var tveimur árum eldri en bróðir sinn og tók sitt eigið líf 23 ára gamall. Hann lést 10 árum eftir að faðir þeirra, Wyatt Emory Cooper, lést fimmtugur að aldri. 

„Móðir mín var líka svona. Til hennar dauðadags [hún lést árið 2019] vorum við enn í áfalli yfir því sem gerðist. Við fáum aldrei svör við ákveðnum hlutum, og maður verður að finna leið til að lifa í því rúmi, þar sem maður fær aldrei að vita, fær aldrei að skilja allt,“ sagði Cooper. 

Cooper er af Vanderbilt fjölskyldunni. Móðir hans var Gloria Vanderbilt en fjölskyldan var ríkasta fjölskylda í Bandaríkjunum um árabil. Cooper hefur nú ritað bók, ásamt sagnfræðingnum Katherine Howe, um Vanderbilt fjölskylduna. Þar segir hann frá sinni eigin fjölskyldu en einnig fortíð fjölskyldunnar. Bókin Vanderbilt: The Rise and Fall of an American Dynasty kemur út 21. september næstkomandi.

Ef ein­stak­ling­ar upp­lifa sjálfs­vígs­hugs­an­ir er hjálp­arsími Rauða kross­ins, 1717, op­inn all­an sól­ar­hring­inn. Einnig er net­spjall Rauða kross­ins, 1717.is, opið all­an sól­ar­hring­inn. Píeta-sam­tök­in veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218. Á net­spjalli á Heilsu­vera.is er einnig hægt að ráðfæra sig við hjúkr­un­ar­fræðing um næstu skref. Ef þú ert í bráðri hættu hringdu í 112.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason