Draumalæknirinn var óþolandi

Patrick Dempsey var vinsæll í hlutverki læknisins Dereks Shepherds í …
Patrick Dempsey var vinsæll í hlutverki læknisins Dereks Shepherds í Grey's Anatomy. AFP

Leikarinn Patrick Dempsey var orðinn óþolandi og hagaði sér illa á tökustað Grey's Anatomy þáttanna að því fram kemur í bók sem fjallar um það sem gerðist að tjaldabaki. Leikarinn hætti að leika lækninn Derek „McDreamy“ Shepherd  í 11. þáttaröð þáttanna.

Bókin How to Save a Life: The Inside Story of Grey’s Anatomy eftir Lynette Rice segir frá 16 ára langri sögu þáttanna. Á vef The Hollywood Reporter er því lýst hvernig Dempsey hagaði sér á tökustað.

Framleiðandinn James D. Parriott lýsir því í bókinni hvernig slæm hegðun Dempsey hafi komið inn á borð mannauðsstjóra en tók fram að hann hafi ekki beitt kynferðislegu ofbeldi. Sumir leikarar hafi hins vegar fengið áfallastreituröskun vegna framferði hans á tökustað. Parriott var fengin til starfa aftur til þess að skrifa Dempsey út úr þáttunum. 

Talsmenn framleiðslufyrirtækisins, sjónvarpsstöðvarinnar sem þættirnir eru sýndir á og Dempsey neituðu að tjá sig um innihald bókarinnar. 

Parriott lýsir því hvernig höfundur þáttanna, Shonda Rhimes, lagði áherslu á að halda hinni fullkomnu ímynd sem hlutverki Dempsey fylgdi. Það var því ekki hægt að skrifa hann út úr þáttunum á hvaða hátt sem er. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason