Irina Shayk þögul sem gröfin

Rússneska ofurfyrirsætan Irina Shayk.
Rússneska ofurfyrirsætan Irina Shayk. AFP

Sögusagnir hafa verið á kreiki í þó nokkurn tíma um mögulegt ástarsamband fyrirsætunnar Irina Shayk og tónlistarmannsins Kanye West.

Fjölmiðlar vestanhafs hafa haft samband þeirra undir smásjá og hefur sést til þeirra njóta félagsskaps hvors annars nýverið. Í nýju viðtali í High Style tískutímaritinu virðist Shayk skauta mjúklega framhjá spurningum sem tengjast sambandi hennar við West.

„Æ, á morgun verður kominn orðrómur um að ég eigi í ástarsambandi við dyravörðinn minn og daginn eftir verður það einhver annar, skilurðu. Það er alltaf eitthvað í gangi en ég ætla að fá að halda minni ástleitni bara fyrir mig."

Irina hrósaði hins vegar fyrrverandi unnusta sínum, leikaranum Bradley Cooper, í hástert í viðtalinu og sagði hann vera fyrirmyndar föður. Sagði hún Cooper vera virkan þátttakanda í lífi Leu, dóttur þeirra, sem er fjögurra ára gömul. 

„Hann er engin barnapía. Hann er svona allt í öllu pabbinn. Alveg til fyrirmyndar," sagði Shayk.    

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.