Liam Gallagher féll út úr þyrlu

Liam Gallagher, nokkuð lemstraður eftir fallið.
Liam Gallagher, nokkuð lemstraður eftir fallið. Ljósmynd/Twitter

Liam Gallagher, fyrrverandi liðsmaður bresku hljómsveitarinnar Oasis, féll úr þyrlu eftir að hafa skemmt á Isle of Wight-tónlistarhátíðinni úti fyrir suðurströnd Englands.

Svo virðist sem atvikið hafi ekki verið alvarlegt enda hendir Gallagher gaman að málinu öllu á twittersíðu sinni. Þar líkir hann sjálfum sér við trommara The Who, Keith Moon, sem lést langt fyrir aldur fram og var þekktur fyrir glannalega hegðun.

BBC greinir frá.

Einn aðdáandi Gallaghers spurði hann hversu hátt fallið hafði verið og svaraði hann í gríni að það hafi verið um 100 þúsund fet eða um 30 kílómetrar.

Á twittersíðu sinni setur Gallagher mynd af sér og skrifar: „Tékkið þetta, ég féll úr þyrlunni í gær, það væri ekki hægt að skrifa þetta, gott og vel. Hver segir að rokk og ról sé dautt? Keith Moon, éttu skinnið á trommunum þínum! Koma svo!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason