Þar sem Queen í veggjum

John Deacon, Freddie Mercury og Brian May á tónleikum í …
John Deacon, Freddie Mercury og Brian May á tónleikum í París 18. september 1984. AFP

Verslun tileinkuð rokkbandinu Queen opnuð í lok mánaðar í Lundúnum. Nýja verslunin hefur hlotið nafnið Queen The Greatest og verður opnuð í Karnabæjarstræti (Carnaby Street) 28. september. Tilefnið er fimmtíu ára afmæli bandsins goðsagnakennda á liðnu ári. 

Um er að ræða tímabundinn gjörning en versluninni verður lokað aftur í janúar á næsta ári. Þar verður hægt að fá tónlist Queen, allar mögulegar og ómögulegar útgáfur, auk minjagripa af ýmsu tagi og „spennandi“ tískuvarnings, að því er fram kemur í máli aðstandenda verslunarinnar. Nýjar vörur verða á boðstólum í viku hverri og alls kyns uppákomum er lofað. Hver mánuður mun hafa sitt eigið þema, tónlist, list og hönnun og galdrar – með viðeigandi innsetningum frá þessum fimm áratugum sem Queen hefur starfað. Þrjátíu ár verða í nóvember liðin frá andláti söngvarans Freddies Mercurys.

Queen The Greatest er ætlað að fara með gesti í ferðalag á tveimur hæðum, gegnum götumarkaði sjöunnar (Freddie Mercury og Roger Taylor voru með bás á Kensington Market), hinar goðsagnakenndu tónleikaferðir áttunnar, hljómplötuverslanir níunnar og alla leið yfir á öld tækninnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu upp á velgegni þína og og viðhaltu bjartsýninni, en mundu eftir takmörkunum þínum. Þú átt að hafa metnað til þess að það dugi þér til að klára verkefnin.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu upp á velgegni þína og og viðhaltu bjartsýninni, en mundu eftir takmörkunum þínum. Þú átt að hafa metnað til þess að það dugi þér til að klára verkefnin.