Veita Emmy-verðlaunin í nótt

Emmy verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles, klukkan tólf að …
Emmy verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles, klukkan tólf að miðnætti á íslenskum tíma. AFP

Emmy-verðlaunahátíðin fer fram í nótt. Er þetta í sjötugasta og þriðja skipti sem hún er haldin en CBS og Paramount+ sýna frá hátíðinni sem hefst á miðnætti ef miðað er við íslenskan tíma.

Kynnirinn í ár er uppistandarinn, Cedric the Entertainer, en hann hefur lýst því yfir, í viðtali við New York Times, að hann vilji koma í veg fyrir að hátíðin verði of mikið í anda Óskarsverðlaunahátíðarinnar. 

Cedric The Entertainer
Cedric The Entertainer AFP

Net­flix-þætt­irn­ir The Crown, eða Krún­an á ís­lensku, og Disney+ þætt­irn­ir The Mandal­ori­an hlutu flest­ar til­nefn­ing­ar í ár, tuttugu og fjórar hvor. 

Hátíðin fer fram með hefðbundnara sniði í ár en í fyrra og verður haldin í Los Angeles í Bandaríkjunum. Gestalistinn er þó styttri en hann hefur verið í gegnum tíðina.

Hér má sjá lista yfir allar tilnefningar í öllum flokkum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson