Fer hlýjum orðum yfir fyrrverandi

Mayra Veronica, fyrrverandi kærasta Sam Ashgari.
Mayra Veronica, fyrrverandi kærasta Sam Ashgari. Skjáskot/Instagram

Trúlofun poppprinsessunnar Britney Spears og einkaþjálfarans Sam Ashgari hefur varla farið fram hjá neinum. Samband þeirra hefur verið undir smásjá hjá heimspressunni upp á síðkastið þá sérstaklega í tengslum við sjálfræði Spears. 

Fyrrverandi kærasta Ashgari, söng- og leikkonan Mayra Verónica, er ein þeirra sem fylgst hefur með parinu og nýjustu vendingum í máli Spears- fjölskyldunnar. Verónica segist styðja samband Spears og Ashgari af heilum hug og fer fögrum orðum yfir sinn fyrrverandi.

„Hann datt loksins í lukkupottinn,“ sagði Verónica í viðtali við TMZ „og hún reyndar líka," bætti hún svo við þegar hún var spurð út í trúlofun síns fyrrverandi við Birtney Spears. Með þessum orðum átti Verónica ekki við um veraldlegan lukkupott heldur lukkupott lífsgæða og rómantíkur.

„Hann er rosalega heillandi og ljúfur gaur og stuðningsríkur, virkilega stuðningsríkur! Miðað við allt það sem hún hefur gengið í gegnum þá er það eitthvað sem hún þarfnast. Ég er mjög ánægð fyrir þeirra hönd og vona innilega að samband þeirra komi til með að endast sem lengst. Ég er sannfærð um að hún sé með rétta manninum," sagði Verónica. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það eftir þér að skvetta svolítið úr klaufunum en gættu allrar háttvísi. Allir hafa gott af því að víkka út sjóndeildarhring sinn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það eftir þér að skvetta svolítið úr klaufunum en gættu allrar háttvísi. Allir hafa gott af því að víkka út sjóndeildarhring sinn.