Halda nöfnum hvors annars nærri hjörtum

Kourtney Kardashian og Travis Barker.
Kourtney Kardashian og Travis Barker. Mbl.is/samsett mynd

Turtildúfurnar þau Travis Barker, trommuleikari, og Kourtney Kardashian, raunveruleikastjarna, eru hvergi nærri hætt að auglýsa ást sína opinberlega. 

Kardashian deildi myndum í sögu á Instagram síðu sinni af persónulegum hálsmenum sem þau létu búa til fyrir sig. Hálsmenin eru eins konar handgerðar perlufestar með áletruðum nöfnum þeirra. Þar með halda turtildúfurnar heiðri ástarinnar uppi, með því að bera nafn hvors annars á meni.

Góð vinkona Kardashian úr menntaskóla, Veronique Vicari Barnes, er skartgripahönnuður og eru hálsmenin tvö hennar handbragð. Merkti Kardashian hana á myndirnar til þess að gefa henni klapp á bakið fyrir vinnu sína.

Skjáskot/Instagram

Hálsmenin eru alveg í anda þeirra beggja. Fyrir utan áletrunina: TRAVIS er hálsmen Kardashian hvítt og skreytt með perlum og silfur hjörtum. Stílhreint og fallegt eins og hún hefur gefur sig út fyrir að vera. Öfugt við kærastann sem að sjálfsgöðu hefur áletrunina: KOURTNEY en hálsmenið svart á lit skreytt með krossum, perlum og hauskúpum. Enda hefur hann mun grófari og rokkaðari stíl. 

Skjáskot/Instagram

Þá er vert að minnast á húðflúrið sem Barker mun bera á bringu sinni ævilangt, nafn Kourtney. Það er spurning hvort að hálsmenin hefðu átt að koma fyrst og húðflúrið svo en það getur reynst þrautinni þyngri að forgangsraða rétt þegar maður er blindur af ást. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að breyta svo miklu til þess að ná athygli fólks. Þú átt stundum erfitt með að stilla þig en reyndu það, teldu upp að tíu áður en þú tjáir þig.