Mel C kryddar upp í endurkomu Spice Girls

Allar Kryddpíurnar saman á þekktu veggspjaldi. Mel C er í …
Allar Kryddpíurnar saman á þekktu veggspjaldi. Mel C er í appelsínugula dressinu. Skjáskot / Spice Girls

Kryddpían Mel C, réttu nafni Melanie Chisholm, er ein þeirra þátttakenda sem fram munu koma í þrítugustu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna Dancing With the Stars. Alls munu fjórtán danspör stíga á stokk og dansa sig inn í hjörtu amerísku þjóðarinnar þar til eitt par kemur til með að bera sigur úr býtum. 

Dansfélagi Mel C hefur ekki verið afhjúpaður en það sem hefur nú þegar komið fram er fyrsti dans þeirra verður af tegundinni cha-cha og verður hann dansaður við lagið Wannabe sem Spice Girls gerði heimsfrægt hér á árum áður. 

Mel C er að vonum spennt fyrir þessu en þáttaröðin mun hefja göngu sína mánudagskvöldið 20. september. „Það verður alveg yndislegt fyrir mig að fá tækifæri til þess að koma aftur til Bandaríkjanna og minna fólk á Kryddpíurnar. Ég hefði verið til í að dansa við hvaða Spice Girls lag sem er, það yrði alltaf jafn sérstakt fyrir mig," er haft eftir Mel C í himum ýmsu fjölmiðlum vestanhafs. 

Kryddpíurnar með endurkomu?

Fréttamiðilinn PageSix spurði Mel C út í mögulega endurkomu stúlknasveitarninnar Spice Girls. En strákabandið Backstreet Boys tróð upp í síðustu þáttaröð Dancing With the Stars og er því ekki úr vegi að margir vonist eftir sams konar endurkomu Kryddpíanna.

„Guð minn góður, það er ekkert sem ég myndi elska meira. Látum okkur nú sjá, við skulum henda þessu út í kosmósið og sjáum svo hvað gerist. Hver veit? Mér finnst þetta góð hugmynd," sagði hún. 

Það verður spennandi að fylgjast með hvort óvænt en tímabær endurkoma Spice Girls-hópsins verði að veruleika á næstu misserum. Væri það heit ósk margra að þær Mel B, Geri, Emma og Victoria svari kalli Mel C og sameinist með einu giggi eða svo.   

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.