The Crown hlaut 11 Emmy-verðlaun

Olivia Colman í hlutverki drottningarinnar.
Olivia Colman í hlutverki drottningarinnar.

Sjónvarpsþáttaraðirnar The Crown úr smiðju Netflix og The Queen´s Gambit hlutu ellefu verðlaun hvor á Emmy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi.

Skemmtiþátturinn Saturday Night Live hlaut átta verðlaun og gamanþáttaröðin Ted Lasso frá Apple TV sjö.

Fólkið á bak við The Queen´s Gambit.
Fólkið á bak við The Queen´s Gambit. AFP

The Crown, sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna, vann fyrir bestu dramaþáttaröðina, auk þess sem þau Gillian Anderson, Olivia Colman, Josh O'Connor og Tobias Menzies voru verðlaunuð fyrir leik sinn í þáttunum, að sögn BBC. 

„En yndislegur endir á þessu stórkostlega ferðalagi með þessari indælu fjölskyldu,” sagði Colman, sem lék Elísabetu Englandsdrottningu í The Crown.

„Ég elskaði hverja einustu sekúndu og get ekki beðið eftir því að sjá hvað gerist næst.”

„Ég vildi óska að pabbi minn væri hérna til að sjá þetta. Ég missti pabba í Covid-faraldrinum og hann hefði elskað allt þetta.”

Þetta var í fyrsta sinn sem þáttaröð frá Netflix vinnur í flokki dramaþáttaraða á Emmy-hátíðinni.

Josh O'Connor með Emmy-verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem Karl Bretaprins …
Josh O'Connor með Emmy-verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem Karl Bretaprins í The Crown. AFP

Jason Sudeikis var valinn besti leikari í aðalhlutverki í gamanflokki fyrir frammistöðu sína í Ted Lasso. Breskir meðleikarar hans í þáttunum, Hannah Waddingham og Brett Goldstein voru einnnig verðlaunaðir.

Sjónvarpsþættirnir Ted Lasso fengu fjölda viðurkenninga.
Sjónvarpsþættirnir Ted Lasso fengu fjölda viðurkenninga. AFP

Flest verðlaun: 

  • 11 - The Crown
  • 11 - The Queen's Gambit
  • 8 - Saturday Night Live
  • 7- Ted Lasso
  • 7- The Mandalorian
  • 6- Love, Death & Robots
  • 5- Ru Paul's Drag Race
  • 4- Mare Of Easttown
Michelle Visage, RuPaul, Kade Gottlieb, og Reggie Gavin á Emmy-verðlaunahátíðinni.
Michelle Visage, RuPaul, Kade Gottlieb, og Reggie Gavin á Emmy-verðlaunahátíðinni. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.