Mætti ein eftir skilnaðarfréttir

Kaley Cuoco.
Kaley Cuoco. AFP

Big Bang Theory-stjarn­an Kal­ey Cu­oco mætt ein á rauða dregilinn þegar Emmy-verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles um helgina. Leikkonan stendur í skilnaði við eiginmann sinn, Karl Cook, en það var ekki að sjá þegar hún brosti til ljósmyndara. 

Cu­oco sem var tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í gamanþáttunum The Flight Attendant var sú sem sótti um skilnað eftir um þriggja ára hjónaband. Verðlaunahátíðin er sú fyrsta sem leikkonan mætir á síðan fréttir af skilnaðinum bárust. 

Hjónin Cu­oco og Cook greindu frá ákvörðun sinni um að skilja í sameiginlegri tilkynningu í byrjun september. Kom skilnaður þeirra nokkuð á óvart. „Í upp­hafi sum­ars virt­ist Kal­ey mjög ham­ingju­söm með Karli. Þau voru mjög ástúðleg og virt­ust hafa það fínt,“ sagði heim­ild­armaður­ People fyrir nokkrum vikum. „Sam­bands­slit­in virðast skyndi­leg og koma á óvart.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér og munt nú uppskera. Það kveður við nýjan tón í ástarsambandinu, fagnaðu því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér og munt nú uppskera. Það kveður við nýjan tón í ástarsambandinu, fagnaðu því.