Skipuleggja jól saman

Ben Affleck og Jennifer Lopez í Feneyjum í september.
Ben Affleck og Jennifer Lopez í Feneyjum í september. AFP

Stjörnuparið Ben Affleck og Jennifer Lopez ætlar að halda áfram að verja tíma saman í vetur. Parið fór í frí saman í sumar eftir að þau byrjuðu saman í vor eftir margra ára hlé. Í vetur tekur alvaran en þau ætla að reyna að halda jól saman. 

Heimildarmaður People segir að þrátt fyrir að margra mánaða vinna sé framundan hjá parinu ætla þau að reyna að verja hátíðisdögum saman. „Þau fá bæði frí. Jólin snúast um börnin hjá Jennifer. Hún gerir þau sérstök fyrir þau. Hún elskar jólin.“

Það verður flóknara að skipuleggja jólin í ár hjá Lopez þar sem Affleck vill einnig verja jólunum með börnunum sínum. „Þau hafa ekki tekið ákvörðun um hátíðarnar og eru enn að finna út úr þessu.“

Lopez og Affleck voru mikið saman í sumar og ferðuðust um Evrópu á snekkju. Þau eru sögð vera mjög ánægð með fríið sitt saman. „Það snýst allt um vinnu næstu mánuði,“ sagði heimildarmaður. „Ben fer til Texas í næstu viku. Jennifer byrjar að mynda í Kanada í október.“

Lopez á tvíbura með fyrrverandi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Marc Anthony. Affleck á hins vegar þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Jennifer Garner. 

Jennifer Lopez og Ben Affleck.
Jennifer Lopez og Ben Affleck. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu upp á velgegni þína og og viðhaltu bjartsýninni, en mundu eftir takmörkunum þínum. Þú átt að hafa metnað til þess að það dugi þér til að klára verkefnin.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu upp á velgegni þína og og viðhaltu bjartsýninni, en mundu eftir takmörkunum þínum. Þú átt að hafa metnað til þess að það dugi þér til að klára verkefnin.