Fagnaði verðlaununum með typpaköku

Gillian Anderson vann sín önnur Emmy-verðlaun um síðustu helgi.
Gillian Anderson vann sín önnur Emmy-verðlaun um síðustu helgi. Samsett mynd

Leikkonan Gillian Anderson tók við sínum öðrum Emmy-verðlaunum á Emmy-verðlaunahátíðinni á dögunum. Verðlaununum fagnaði hún með stórri typpaköku frá teyminu hjá tískumerkinu Chloé sem klæddi hana fyrir verðlaunahátíðina. 

Anderson hlaut verðlaunin fyrir túlkun sína á breska forsætisráðherranum Margaret Thatcher í fjórðu seríu The Crown. „Til hamingju með þann stóra,“ stóð á kökunni sem vísar líklega til þátta Anderson, Sex Education, en þriðja sería af þáttunum varð aðgengileg fyrir helgi. 

Var þetta í sjötta sinn sem Anderson er tilnefnd til verðlaunanna en hún vann sín fyrstu verðlaun fyrir hlutverk sitt í X-Files árið 1997.

View this post on Instagram

A post shared by Gillian Anderson (@gilliana)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr vandamálunum heldur skaltu bara leysa þau. Settu í þig kraft og láttu svo verkin tala.